360° mat

Í 360-gráðu mati er upplýsingum um frammistöðu safnað úr ólíkum áttum t.d. hjá næsta stjórnanda, undirmönnum, samstarfsfólki og jafnvel viðskiptavinum. Með öðrum orðum þá felur aðferðin í sér söfnun upplýsinga hjá einstaklingum sem stjórnandi á í reglulegum samskiptum við. Kostir aðferðarinnar eru mikil breidd í upplýsingum um frammistöðu sem spanna allt starfssvið stjórnanda. Mat af þessu tagi er því líklegt til þess að endurspegla raunverulega frammistöðu.

Við undirbúning 360°mats annast Vöxtur ráðgjöf gerð viðeigandi spurninga í samræmi við stöðu fyrirtækis og verkefna stjórnenda, fyrirlögn matsins, úrvinnslu þess og kynningu niðurstaðna. Í kjölfar úrvinnslu vinna ráðgjafar Vaxtar með stjórnendum við að móta tímasetta aðgerðaáætlun til þess að fylgja niðurstöðunum eftir.

Pin It on Pinterest

Share This