Fræðsluáætlanir
Fræðslu- og starfsþróunaráætlunum er ætlað að skapa umgjörð fyrir markvissa og stefnumiðaða starfsþróun og fræðslu. Slíkar áætlanir mynda ramma um fræðslumál og tryggja að fyrirtæki hafi á að skipa starfsfólki sem býr yfir nauðsynlegri hæfni og þekkingu.
Markviss stefna í fræðslu- og starfsþróunarmálum stuðlar að því að síður sé fjárfest í fræðslu sem ekki samrýmist heildarstefnu, þörfum og markmiðum í rekstri. Með þessum hætti fæst betri yfirsýn yfir starfsþróun, skilvirkni eykst og kostnaðarstjórnun styrkist.
Vöxtur ráðgjöf sérhæfir sig í ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur við gerð stefnu og áætlana í fræðslumálum. Sérfræðingar Vaxtar ráðgjafar hafa víðtæka þekkingu á breytilegu starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og hafa leitt fjölda verkefna á þessu sviði.
Við störfum á faglegum grunni og eru lausnir okkar sérsniðnar að aðstæðum og þörfum fyrirtækja með virðisauka þeirra að leiðarljósi.