Fræðslustjóri að láni

Vöxtur ráðgjöf er samstarfsaðili 8 starfsmenntasjóða á almennum markaði að verkefninu „Fræðslustjóri að láni“. Verkefnið felst í að lána út mannauðsráðgjafa frá Vexti ráðgjöf til fyrirtækja. Hann fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækis, greinir þarfir þess á sviði fræðslumála.

Fræðslustjóri að láni er árangursmiðað verkfæri sem miðar að því að samhæfa og nýta lausnir sem þegar eru til, ýmist innan fyrirtækja og/eða hjá símenntunarstöðvum eða öðrum fræðsluaðilum. Mörg fyrirtæki, einkum þau stærri, eru með fjölbreyttar þjálfunaráætlanir fyrir sitt starfsfólk. Vandinn er fá yfirsýn yfir fræðsluna og koma henni í farveg sem gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnum. Þar er þörf fyrir fræðslustjóra í afmörkuð, skilgreind verkefni.

Skilyrði fyrir því að fyrirtæki geti nýtt sér „Fræðslustjóra að láni“ er að það hafi starfsmenn innan Flóabandalagsins og/eða annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins og/eða VR.

Þjónustan er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins greiða 10% af kostnaði.

Pin It on Pinterest

Share This