Hönnun ráðningarferla

Ráðningarferlið er vandasamt og að mörgu er að huga svo að réttur einstaklingur verði fyrir valinu. Ferlið hefur ákveðinn upphaf og endi og hefst á ákvörðun um ráðningu og lýkur ekki fyrr en að reynslutíma loknum.

Faglegt og skipulagt ráðningarferli miðar að því að laða fram réttar upplýsingar um hæfi umsækjanda svo að stjórnendur geti tekið upplýsta ákvörðun um val á starfsmanni. Öllum ráðningum fylgir sú áhætta að ekki veljist rétt manneskja í starfið og leiðir slíkt til mikils kostnaðar og því leggjum við áherslu á að aðferðafræði sem eykur forspárréttmæti ráðningarferlisins.

Mikilvægt er að huga að þeirri ímyndarmótun sem fólgin er í ráðningarferlinu og vera meðvitaður um það hvernig fyrirtækið kemur umsækjendum fyrir sjónir.

Pin It on Pinterest

Share This