Hulduheimsóknir

Markmið hulduheimsókna er að meta hvort markmiðum fyrirtækis um þjónustu sé mætt með tilliti til lykilþátta eins og vöruúrvals, þjónustu og umhverfis. Niðurstöður hulduheimsókna veita því ótvíræðar upplýsingar um upplifun viðskiptavina á þessum lykilþáttum og þá um leið hvar styrkleikar liggja sem og tækifæri til úrbóta. 

Niðurstöður hulduheimsókna eru einn af lykilþáttum árangursríkrar stjórnunar s.s. við frammistöðumat, endurgjöf og markmiðasetningu. Við hjá Vexti ráðgjöf bjóðum fyrirtækjum upp á samstarfssamninga um reglulegar hulduheimsóknir. 

Pin It on Pinterest

Share This