Jafnlaunavottun

Vöxtur ráðgjöf býr yfir sérþekkingu á sviði jafnlaunavottunar og tóku sérfræðingar okkar meðal annars þátt í mótun staðalsins. Við leiðum viðskiptavini í gegnum ferlið og undirbúum þá fyrir úttekt faggildra vottunaraðila.

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla á kvenna sem kveður á um lögfestingu jafnlaunavottunar og öðlast gildi 1. janúar 2018. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggja á staðlinum ÍST 85/2012. Tilgangur staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti á vinnustað sínum. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Ljóst er að jafnlaunavottun verður eitt af meginverkefnum fyrirtækja og stofnana og veitum við stjórnendum skilvirka ráðgjöf á þeim verkþáttum sem vottunin gerir kröfu um.

Pin It on Pinterest

Share This