Mannauðsstjóri að láni

Vöxtur ráðgjöf býður fyrirtækjum mannauðsstjóra að láni til lengri eða skemmri tíma. Þjónustan hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum.

Þjónusta okkar tekur mið af aðstæðum viðskiptavina hverju sinni og sinnum við ýmist föstum verkefnum eða tímabundnum í samræmi við þarfir þeirra. Með þessum hætti geta fyrirtæki og stofnanir nýtt umfangsmikla reynslu okkar af stjórnun mannauðsmála.

Sem dæmi um algeng verkefni sem mannauðsstjóri að láni sinnir má nefna: stefnumótun, ráðningar, ýmsar greiningar, samskiptamál, þjálfun stjórnenda og starfsfólks, gerð launa- og framgangskerfa, þróun og innleiðing frammistöðumats, kjaramál og undirbúningur starfsloka.

Pin It on Pinterest

Share This