NBI™ greining

NBI™ (Neethling Brain Instrument) greining gefur til kynna hvernig stjórnendur vinna úr upplýsingum og leggja grunn að ákvarðanatöku sinni. Greiningin er gagnleg í vinnu með einstaka stjórnendum sem og við kortlagningu stjórnendateyma og ráðgjöf um samsetningu þeirra.

Árangursrík stjórnun grundvallast á því að þekkja eigin stjórnunarstíl og áhrif hans í samskiptum. Stjórnendur sem eru meðvitaðir um eigin hugsunar- og ákvörðunarstíl eru færari um að velja til samstarfs einstaklinga sem hafa aðra styrkleika en þeir sjálfir og skapa þannig betra jafnvægi innan teyma og við vinnslu verkefna.

NBI™ greining kortleggur hlutfallslega skiptingu lykilþátta á fjórum víddum í hugsanamynstri og ákvarðanatöku stjórnenda.

Víddirnar fjórar eru:

L1: Rökvísi. Stjórnandi er greinandi og hugsar um niðurstöður, tekur ákvarðanir sem grundvallast á staðreyndum.

L2: Skynsemi. Stjórnandi vill að hlutirnir séu mjög ítarlegir, skipulagðir og áreiðanlegir.

R1: Innsæi. Stjórnandi er hugmyndaríkur, dregur upp heildarmynd og er skapandi. Hann fylgir innsæi sínu, leiðist smáatriði og tölfræði.

R2: Teymishugsun. Stjórnandi sækist eftir samstarfi og er næmur í samskiptum. Hann skapar sátt, miðlar hugmyndum og er drífandi.

Pin It on Pinterest

Share This