Próf

Vöxtur ráðgjöf býður viðskiptavinum sínum upp á notkun sálfræðilegra prófa við mat á umsækjendum og til frekari samanburðar.

Til eru margar gerðir prófa og fer val á þeim eftir þörfum viðskiptavina hverju sinni. Rétt notkun þeirra veitir auknar upplýsingar um umsækjendur og eykur þannig forspárréttmæti ráðningar.

Sérfræðingar Vaxtar ráðgjafar hafa hlotið viðurkennda þjálfun í notkun, fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun sálfræðilegra prófa. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og ábyrgjumst að farið sé með upplýsingar sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Pin It on Pinterest

Share This