Samskipti

Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að samskipti hafi ráðandi áhrif á starfsánægju innan fyrirtækja og árangur þeirra.

Þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn, reynslu og menntun er óumflýjanlegt að upp komi áskoranir í samskiptum. Slíkt þarf ekki að vera neikvætt og er í ágreiningi fólgin ákveðin tækifæri til framþróunar og nýsköpunar. Í því samhengi er lykilatriði að menning fyrirtækja grundvallist á trausti og stjórnendur hvetji til opinna samskipta og nýti tækifærin sem í þeim felast.

Við hjá Vexti ráðgjöf vinnum með fyrirtækjum að því að greina starfsumhverfi þeirra, stöðu samskiptamála og hvar tækifæri liggja til umbóta. Þá veitum við jafnframt ráðgjöf um lausn ágreiningsmála og veitum stjórnendum þjálfun sem miðar að auknum árangri í samskiptum.

Pin It on Pinterest

Share This