Starfslýsingar

Við hjá Vexti ráðgjöf leggjum áherslu á að vinna útkomumiðaðar starfslýsingar fyrir viðskiptavini okkar. Þær lýsa hverju skal ná fram með tilteknu starfi, undirliggjandi verkþætti sem nauðsynlegir eru til þess að uppfylla markmið þess. Þessi nálgun skapar ramma fyrir starfsmann og stjórnanda, þar sem hún veitir skýrt samband við frammistöðustjórnun og starfstengdan árangur.

Meginmunur hefðbundinna starfslýsingu og nálgunar Vaxtar ráðgjafar felst í því að útkomumiðaðar starfslýsingar eru greining á greina störfum út frá hlutverki, tilgangi og markmiðum. Í stað þess að einblína á upptalningu verkefna er litið til þess hvers vegna tiltekin verkefni eru unnin, hvert markmiðið sé með þeim og hver æskileg útkoma þeirra ætti að vera. Á þann hátt eykst skilningur starfsfólks á störfum þeirra og gerir þeim betur grein fyrir til hvers sé ætlast af þeim. Að sama skapi auðvelda útkomumiðaðar starfslýsingar stjórnendum að leggja mat á árangur og frammistöðu og um leið greina hvar tækifæri liggja til framfara.

Að draga athyglina að útkomu þess sem unnið er að hvetur starfsfólk jafnframt til þess að finna nýjar leiðir að sama markinu í stað þess að binda það niður í fyrirfram gefnu vinnulagi sem tilgreint er í starfslýsingu.

Pin It on Pinterest

Share This