Stjórnunarmat

Stjórnunarmat er aðferð til að setja stjórnun á dagskrá. Matinu er ætlað að verða grundvöllur fyrir nauðsynlega umræðu um hvað teljist vera góðir stjórnunarhættir og hvernig stjórnendur geti bætt eigin stjórnunarhætti og frammistöðu með hliðsjón af slíkum skilgreiningum. Stjórnunarmatinu er þannig ætlað að stuðla að því að stjórnun einstakra stjórnenda og stjórnendahópsins í heild sé í samræmi við markmið og áherslur fyrirtækja.

Með stjórnunarmati er upplýsingum um stjórnunarhætti einstakra stjórnenda safnað með skipulögðum og reglubundnum hætti. Þetta er gert með því að leggja spurningalista fyrir starfsfólk þar sem næsti stjórnandi er nafngreindur. Upplýsingunum er ætlað að nýtast til starfsþróunar einstakra stjórnenda en einnig til að bæta stjórnun almennt. Kjarni stjórnunarmatsins er spurningakönnun sem allt starfsfólk tekur þátt í aðrir en æðsti stjórnandi. Spurningarnar beinast að næsta stjórnanda, æðsta stjórnanda og stjórnun og starfsumhverfi í heild sinni. Vöxtur ráðgjöf annast fyrirlögn könnunar, úrvinnslu, kynningu niðurstaðna og ráðgjöf til stjórnenda í kjölfar niðurstaðna matsins.

Pin It on Pinterest

Share This