Vinnustaðagreiningar

Tilgangur vinnustaðagreiningar er að safna saman upplýsingum um starfsumhverfi og stjórnun fyrirtækis eða stofnunar.

Með vinnustaðagreiningu eru könnuð viðhorf starfsfólks til lykilþátta í starfseminni, s.s. miðlun upplýsinga, samskipti á vinnustað, tækifæri til starfsþróunar, starfsánægju, stjórnun og stjórnunarhætti, hollustu, jafnvægi starfs og einkalífs, álag í starfi og ímynd vinnustaðarins út á við. 

Markmiðið er að kortleggja núverandi stöðu svo bregðast megi við þeim tækifærum sem eru til staðar til framfara og aukins árangurs.

Pin It on Pinterest

Share This