Virk endurgjöf
Virk endurgjöf (e. regular feedback) Vöxtur ráðgjöf er handhafi Leadscape learning (www.leadscape learning.com) á Íslandi sem miðar að því að veita stjórnendum þjálfun í að veita virka endurgjöf. Lögð er áhersla á fjölbreytta nálgun á námskeiðum og er meðal annars stuðst við aðferðafræði markþjálfunar, fyrirlestra og hópavinnu við framsetningu fræðsluefnis. Námskeiðið skiptist í fjórar lotur og er umfjöllunarefni þeirra eftirfarandi:
Jákvæð endurgjöf: Farið er í undirstöðuþætti jákvæðrar endurgjafar og hvernig stjórnendur geta stutt við og styrkt í sessi jákvæða frammistöðu starfsfólks með markvissri notkun jákvæðrar endurgjafar.
Leiðréttandi endurgjöf: Farið er í undirstöðuþætti leiðréttandi endurgjafar og hvernig stjórnendur geta haft áhrif á og leiðrétt frammistöðu starfsfólks sem ekki stenst væntingar.
Tekið á erfiðum málum: Farið verður yfir hvernig megi mæta neikvæðum viðhorfum, mótþróa og varnarviðbrögðum starfsfólks með notkun markvissrar endurgjafar.
Að taka við erfiðri endurgjöf: Farið verður yfir og rætt hvernig stjórnendur bregðast sjálfir við gagnrýnni endurgjöf. Kenndar eru leiðir til að taka jákvætt við endurgjöf og nýta hana sem vaxtartækifæri.