Ráðningar

Ráðningar eru vandasamar og góður undirbúningur og rétt framkvæmd þeirra skiptir sköpum við leit að hæfasta einstaklingnum fyrir tiltekið starf. Vöxtur ráðgjöf sérhæfir sig í ráðningum sérfræðinga, millistjórnenda og æðstu stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Þá tökum við jafnframt að okkur stjórnendaleit (e. headhunting).

Við hjá Vexti ráðgjöf höfum mikla reynslu af stjórn ráðningaferla bæði á almennum og opinberum markaði. Í þjónustu okkar felst m.a. skipan og stjórn valnefnda, gerð auglýsinga á grundvelli starfsgreininga, úrvinnsla umsókna, mótun hæfniramma, framkvæmd og eftirfylgni ráðningarviðtala og gerð ráðningarsamninga.

Við leggjum áherslu á gagnkvæman trúnað og persónulega þjónustu gagnvart viðskiptavinum okkar og umsækjendum þeirra.

Pin It on Pinterest

Share This