Starfsfólk

Ágústa H. Gústafsdóttir er með B.S. gráðu í sálfræði og M.S. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, Human Resource Management and Industrial Relations (HRIR) frá Carlsons School of Management, gráðu í Stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna Háskólanum í  HR og Coach University. Diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um þessar mundir leggur hún stund á Ph.D. nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Ágústa hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, ráðningum, mannaflagreiningum, stofnanasamningum, stjórnendaráðgjöf og breytingastjórnun. Þá hefur hún jafnframt mikla reynslu af mótun og innleiðingu frammistöðumatskerfa. Hún leiddi starfshóp vegna innleiðingar mannauðshluta Oracle hjá ríkinu. Hún tók þátt í samninganefnd ríkisins vegna kjarasamninga í tæpan áratug. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði árangursstjórnunar og mannauðsmála jafnt á Norðurlöndunum sem og á vettvangi OECD. Hún hefur haldið erindi um stöðu og þróun mannauðsmála ríkisins, tekið þátt í ráðgjafanefndum og stýrt vinnustofum.

Ágústa hefur kennt í aðferðafræði og mannauðsstjórnun í M.S. námi í Háskóla Ísland og Háskólanum á Bifröst ásamt því að taka þátt í mótun og kennslu námsins diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri sem kennt er við Háskóla Íslands. Ágústa starfaði í tæpan áratug hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar áður hjá PricewaterhouseCoopers og IBM sem ráðgjafi á starfsmannasviði. Ágústa hefur haldið fjölda erinda á sviði mannauðsstjórnunar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.
Sími: 547 6060

linkedin     agusta@voxturradgjof.is

Sverrir Hjálmarsson er með B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu í vinnusálfræði og stjórnun frá Aston Business School, Englandi.

Sverrir hóf sinn ráðgjafaferil hjá Huxley Associates þar sem hann starfaði á sviði ráðninga. Undanfarin ár hefur hann sinnt mannauðsráðgjöf bæði á einkamarkaði og hjá hinu opinbera. Sverrir hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, áætlanagerð s.s. vegna fræðslumála, stjórnendaráðgjöf, gerð stofnanasamninga, mótun og innleiðingu frammistöðumatskerfa, innleiðingu starfsmannasamtala, breytingastjórnun, framkvæmd og úrvinnslu vinnustaðagreininga og hæfnigreiningu starfa. Þá býr hann yfir mikilli reynslu af ráðgjöf tengdri starfsmannaráðningum.

Sverrir hefur kennt verkefna- og tímastjórnun hjá Opna háskólanum. Um þessar mundir kennir hann stjórnendum stofnana ríkisins heildstæða mannauðsstjórnun og tengsl hennar við stofnanasamningsgerð. Sverrir hefur haldið fjölda erinda á sviði mannauðsstjórnunar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.
Sími: 547 6060

linkedin     email

Hannes Ingvar Jónsson er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í vinnusálfræði frá Birkbeck College, University of London. Hannes hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun innan stórra og meðalstórra fyrirtækja bæði innanlands sem utan. Hannes hefur mikla reynslu af undirbúningi og framkvæmd rannsókna og viðhorfskannana. Þá hefur hann umtalsverða þekkingu á þróun starfsferils innan ýmissa starfsgreina og að greina mannauðsmælikvarða. Einnig hefur hann reynslu af mótun og innleiðingu frammistöðumatskerfa sem og framkvæmd og úrvinnslu vinnustaðagreininga.

Að loknu námi starfaði Hannes sem ráðgjafi í London, bæði sjálfstætt og sem hluti af rannsóknarteymi á vegum Birkbeck College. Hannes hefur haldið erindi á alþjóðlegum ráðstefnum svo sem Proceedings of International Congress of Applied Psychology (ICAP) í Singapore og Proceedings of European Congress of Work Psychology (EAWOP) í Lissabon um breytingaferlið frá starfsmannastjórnun yfir í mannauðsstjórnun. Áhugi Hannesar liggur í hugtakinu starfsanda, hvað býr hann til og hvað viðheldur.

linkedin     email

Pin It on Pinterest

Share This